Við höfum tekið upp 80% af því regluverki Evrópusambandsins, sem Danir, Svíar og Finnar hafa tekið upp. Þau ríki eru í sambandinu, en Ísland ekki. Með samanburði við þessi nágrannalönd má segja, að við séum nú þegar 80% í sambandinu. Valdaafsal okkar er 80% af valdaafsali Dana, Svía og Finna. Án þess að hafa nokkurn atkvæðisrétt eða ráðherra í höfuðstöðvum þess. Sem Danir, Svíar og Finnar hafa þó. Meira en 60% af vörútflutningi okkar fer til landa Evrópusambandsins. Engin furða er, að margir Íslendingar vilja hafa meira gagn af sambandinu en valdaafsalið eitt. Vilja gerast aðilar.
