Banki elskar fótbolta

Punktar

Hver vill eiga peninga í banka, sem elskar fótbolta? Ég yrði dauðhræddur. Mér finnst hlutverk banka vera að passa peninga, ekki að elska fótbolta. Ég treysti mér ekki inn fyrir dyr Landsbankans meðan hann elskar fótbolta. Er bankinn ekki beinlínis að dissa viðskiptamenn sína með því að grýta fé í fótbolta og fótboltalið? Nóg er nú veltan samt á vitleysunni. Fótboltafélög eru framarlega í kreppunni, borga illa laun og safna skuldum. Mér finnst allt í lagi, að fólk hafi áhuga á þessum dýrt smurða leik. En mér finnst beinlínis sjúklegt, að virðulegar fjármálastofnanir skuli elska fótbolta.