Virðing, respect er lykilorð í heimi glæpa. Það gildir jafnt um hvíta mafíu í Chicago og svarta mafíu í New York. Yfirmönnum glæpasamtaka þykir vænna um virðingu en nokkurt annað viðmót. Bætir þeim upp tæpa stöðu í lífinu. Þetta gildir líka um glæpakónga, sem ráða ríkjum. Landsfeðrum í Afríku er annt um, að sérhverjum þeirra sé sýnd virðing. Gildir um Mugabe í Simbabve og al-Bashir í Súdan. Glæpakóngana í Kína dreymir um að sér og slíkum sé sýnd virðing. Ólafur Ragnar Grímsson forseti vill sýna þeim virðingu með því að sækja ólympíuleikana. Leikur hlutverk smákrimma í stórum glæpaheimi.
