Ingibjörg Sólrún Gísladóttir neitar sök á brottrekstri Paul Ramses. Hefur raunar kvartað til dómsmálaráðherra. Ábyrgðina bera Útlendingastofnun undir stjórn Hauks Guðmundssonar og dómsmálaráðuneytið undir forustu Björns Bjarnasonar. Þetta ógeðslið fær mig til að fyrirverða mig fyrir að vera Íslendingur. Þetta eru vissulega ill öfl. Björn hefur vafalaust skipað Hauki að ganga fram af mannvonzku í þessu máli sem öðrum. Stofnunin er illræmd fyrir ofsóknir sínar. Vefir hefðbundinna fjölmiðla voru úti að aka í morgun. Eyjan.is skúbbaði svo afneitun Ingibjargar kl.14:42 í dag.
