Kvöldlíf í stað næturlífs

Punktar

Misheppnazt hefur framlenging næturlífs í Reykjavík til morguns. Verstur er hávaðinn í reykingafólkinu, sem stendur gargandi úti á götu og heldur vöku fyrir íbúum. Ekki var reiknað með útivist, þegar næturlífið var framlengt. Lausnin felst ekki í að fara kringum lög og reglur um bann við reykingum. Frekar ætti að framfylgja því úti á götu líka. Kominn er tími til að vinda ofan af næturopnuninni og færa skemmtanalífið yfir á kvöldið. Það er út í hött að byrja eftir miðnætti, þekkist hvergi á byggðu bóli. Mikilvægt er, að yfirvöld taki einkum mark á íbúum og hlusti sem minnst á bareigendur.