Kaldastríðsórar Bjarna Ben

Punktar

Sjáið fyrir ykkur Bjarna Benediktsson, dýrling Sjálfstæðisflokksins. Árum saman lét hann hlera síma pólitíkusa í öðrum flokkum, þar á meðal þingmanna og ráðherra. Aldrei kom neitt bitastætt úr því. Hann fékk enga sönnun þess, að þeir væru fimmta herdeild Sovétríkjanna. Hvergi var verið að undirbúa byltingu. Samt hélt hann linnulaust áfram að láta hlera síma þeirra, sem hann hataði hverju sinni. Pólitíkusar annarra flokka hlutu að hans mati að vera landráðamenn. Þetta er ótrúleg vænisýki. Bjarni var svo klyfjaður af kaldastríðsórum, að staðreyndir skiptu hann engu. Áfram skyldi samt hlerað.