Góðar gáttir bættar

Fjölmiðlun

Blogg.gattin.net ætti að mjókka listann yfir bloggin. Þar er nóg að hafa fyrirsögn greinar og nafn höfundar. Síðutitill er óþarfur og tekur of mikið pláss. Í staðinn ætti að vera renningur í vinstri kanti eins og er í hægri kanti. Þar ætti að vera innlendur fréttasafnari eins og á Eyjunni, bara lengri, ná til tólf stunda. Eyjan.is ætti líka að lengja fréttasafnarann í tólf stundir, t.d. með skrunlista. Og lengja tilvísun í Blogggáttina á sama hátt, láta hana ná til margra stunda. Svo að notendur missi ekki af of miklu. Fæstir skoða safnara í sífellu, þeir líta bara inn tvisvar á dag.