Davíð: Það var mér að kenna

Punktar

Davíð Oddsson hefur svarað bréfi Guðna Ágústssonar. Ástæðan fyrir vandræðum okkar núna eru gerðir ríkisstjórnarinnar, sem Guðni Ágústsson sat í, segir Davíð. Hann gleymdi að taka fram, að hann var sjálfur forsætis þeirrar sömu ríkisstjórnar. Í svarinu var Davíð að gagnrýna sjálfan sig. Stytt útgáfa af svari Davíðs hljóðar svona: “Það var mér að kenna”. Segir allt sem segja þarf um stjórnmálaforingja á Íslandi. Þeir eru óhæfir til allra verka, hvort sem þeir eru ráðherrar eða seðlabankastjórar eða sendiherrar. Og þeir eru hrokafyllstir, þegar þeir láta okkur vita, að þeim sé alveg sama.