Dalai, Gandhi, Mandela

Punktar

Dalai Lama hefur svipaða stöðu í nútímasögunni og Mahatma Gandhi og Nelson Mandela. Allt voru og eru þetta yfirburðamenn, sem mæta pólitísku ranglæti með yfirveguðum og friðsömum hætti. Dalai Lama stingur í stúf við ráðamenn Kína, sem eru bófar, líkt og ráðamenn Sovétríkjanna voru. Var svo heppinn fyrir áratug að geta hlustað á ræðu Dalai Lama í Delhi í Indlandi. Eins og á ræðu Nelson Mandela í Höfðaborg í Suður-Afríku. Mér kom á óvart, hversu líkir þeir voru í fasi og framkomu. Höfðu friðsælt yfirbragð spámanns, sem er yfir það hafinn að lasta skúrkana, sem leggja stein í götu hans.