Þótt sumt sé gott um blaðamennsku á Íslandi að segja um þessar mundir, er annað í tæpu lagi. Ég hef áður nefnt, að textastíll fjölmiðla dregur dám af háskólaritgerðum og þvælu fagstétta. Íslenzka er líka slæm. Menn skrifa rangt mál dag eftir dag, eru leiðréttir fyrir birtingu, en læra samt aldrei neitt. Nýleg athugun mín á ljósmyndum segir mér, að þær séu á lágu plani. Noktun grafa nánast óþekkt. Vangetan stafar af mikilli þenslu í greininni, þar sem nánast allir hafa fengið vinnu. Ýmis svið eru þó sambærileg við útlönd, svo sem fréttaval, meðferð frétta og rannsóknir, sem kosta vinnu.
