Ágjarnir bændur

Punktar

Bezta skemmtileið á Íslandi er Kjalvegur frá Haukadal í Biskupstungum til Mælifells í Skagafirði. Leiðin, sem Gizur jarl fór með 900 manns til að lækka rostann í Sturlungum. Með Fúlukvísl, um Þjófadali, Blöndukvíslar og Mælifellsdal. Oft hef ég riðið þessa 180 km leið. Eini ömurlegi staðurinn á leiðinni eru Hveravellir. Ágjarnir bændur í Húnavatnssýslum hrifsuðu þar staðarhald af Ferðafélagi Íslands. Hafa æ síðan verið sér til skammar. Ég sé enn fyrir mér hrákasmíði þeirra á sturtuklefum í snyrtingu staðarins. Leiðin til verndar hálendisins liggur ekki um handarverk ágjarnra bænda.