Blendnar tilfinningar fylgja hægu dauðastríði Moggans. Gamlir áskrifendur deyja og nýir koma ekki í staðinn. Breytingar hafa ekki læknað ellina. Áskriftir henta ekki nýjum tíma ókeypis frétta. Enn síður henta stofnanir nýjum tíma. Mogginn hefur verið illa skrifaður frá því ég man eftir mér, í froðustíl embættismanna. Minnisstætt er, að hann hefur talið skyldu sína að sjá um, að satt megi kyrrt liggja, í smáu sem stóru. Hann telur tilraunir til hönnunar á pólitísku ferli vera fréttaskýringar, við hæfi á forsíðu. En Mogginn hefur mótað samfélagið áratugum saman. Ég mun sakna hans.
