Tony Blair, George W. Bush, Anders Fogh Rasmussen og John Howard í Ástralíu eiga eitt sameiginlegt. Allir þessir þjóðarleiðtogar fela sig bak við guð. Þeir telja sig hafa vald sitt frá guði eins og sólkonungurinn í Frakklandi, en ekki frá kjósendum. Þegar vanda ber að höndum, leysa þeir hann ekki, heldur biðja til guðs. Þeir tala við guð, Bush gerir það daglega og Blair næstum daglega. Þeir eru vissir um, að þeir séu guðs útvaldir leiðtogar. Þeir hafa því anað áfram í blindni og eru væntanlega allir komnir á enda ferilsins. Það er firring, þegar þjóðarleiðtogar taka guð fram yfir fólk.
