Wolfowitz á réttum stað

Punktar

Paul Wolfowitz er tilvalinn leiðtogi Alþjóðabankans, segir Naomi Klein í Guardian. Bankinn heimtar, að þriðji heimurinn afnemi viðskiptahindranir, en ríku löndin gera það ekki. Bankinn rústaði fjárhag Rússlands á skammri stund. Með kröfu um, að allt yrði gefið frjálst í hvelli. Glæpaforingjar, svonefndir óligarkar, eignuðust allt. Bankinn krafðist, að Tanzanía afhenti einkafyrirtækjum ferskt vatn til að selja auralausum almúga. Bankinn rústar meira og hraðar en bandaríski herinn. Equador hefur rekið hann úr landinu og neitar að borga meira. Kjörinn vettvangur fyrir spilltan Wolfowitz.