Röðin komin að ríkissjóði.

Greinar

Launþegar og atvinnareksturinn í landinu hafa borið byrðarnar af áföllum ársins, sem nú er senn liðið. Átta prósent samdráttur þjóðartekna hefur að fullu komið niður á þessum þáttum þjóðlífsins. Og þar á ofan hafa þeir orðið að kosta sjúklega óráðsíu ríkisvaldsins, sem hefur velt sér í vellystingum praktuglega á þessum samdráttartímum.

Þjóðhagsstofnunin hefur nýlega sýnt þessi hlutföll á mjög ljósan hátt. Hún áætlar, að á þessu ári muni einkaneyzlan minzka um 11% og fjárfesting atvinnuveganna um 16%. Jafnframt áætlar hún, að ríkisreksturinn muni aukast um 2% og fjárfesting ríkisins um heil 19%.

Þessar tölur fela í sér þungan áfellisdóm yfir forsætisráðherra, fjármálaráðherra, ríkisstjórninni allri, þingflokkum hennar og alþingisliðinu öllu. Rikisstjórnin átti frumkvæðið með hrikalegu fjárlagafrumvarpi, sem þingmenn smurðu síðan á útgjöldum í nær algeru skeytingarleysi.

Þjóðhagsstofnunin spáir því, að þjóðartekjurnar muni enn minnka á næsta ári og þá um eitt prósent. Spurningin er nú sú, hvernig þessar tekjur eigi að skiptast milli meginþátta þjóðarbúskaparins. Það er eðlileg krafa launþega og atvinnurekstrar, að sá aðili, sem slapp við byrðarnar á þessu ári, taki við þeim á næsta ári. Þessi aðili er ríkisvaldið.

Það er að vísu erfitt að snúa á aðeins einu ári ofan af hamslausri ríkiseyðslu þessa árs. Skynsamlegt væri, að ná þeim áfanga í tveimur skrefum. Á næsta ári mætti til dæmis minnka ríkisreksturinn um 2% og framkvæmdir ríkisins um 16%. Með þeim hættl mundi ríkið rifa seglin að sama marki á næsta ári, og það hefur aukið þau á þessu ári.

Árið 1977 mættí svo stíga skrefið til fulls með því að draga úr rekstri og framkvæmdum ríkisins að hlutfallslega sama marki og þjóðartekjurnar minnka á árabilinu 1975-1977. Þá loksins væri því marki náð, að ríkið hefði tekið til jafns við aðra þátt í samdrætti þessara ára.

Með þessum hætti mundi ríkisstjórnin og þlngflokkar hennar bæta fyrir sínar eigln misgerðir. En þá er alveg eftir að lækna þjóðarbúið af misgerðum næstu ríkisstjórnar á undan og hennar þinglokka. Sú ríkisstjórn var jafn óskammfeilin í óráðsíunni og núverandi stjórn er. Samanlagt hafa þessar tvær ríkisstjórnir búið til efnahagsvanda þjóðarinnar.

Ef því ráði væri fylgt að minnka ríkisreksturinn um 2% og ríkisframkvæmdirnar um 10% á næsta ári, væri unnt að halda óbreyttri fjárfestingu í atvinnuvegunum og bæta nokkuð lífskjör launþega, líklega um 3-4% að raunverulegu verðgildi.

En því miður hefur ríkisstjórnin ekki treyst sér til að rifa segl ríkisins. Hún hefur lagt fram of hátt frumvarp til fjárlaga næsta árs. Og ekki lækkar frumvarpið í meðförum alþingis, ef við þekkjum þingmenn okkar rétt.

Þótt frumvarpið verði að lögum með óbreyttum tölum, felur það í sér, að einkaneyzlan, það er lífskjör almennings, getur ekkert batnað á árinu. Það felur einnig i sér, að fjárfesting atvinnuveganna verður enn að minnka um 14% á næsta ári. Allt er þetta samkvæmt spám Þjóðhagsstofnunar.

Það blæs því ekki byrlega í æðstu sölum.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið