Leikin geðhrif

Punktar

Fyrir okkur, sem hefur ætíð fundizt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vera óeðlilega einlægur á svipinn, er gaman að lesa grein Simon Hoggart í Guardian í gær. Þar þykist hann heyra ráð leiklistarkennara, sem hvísli í eyra Blair, hvaða geðhrif hann eigi að sýna við hverja tegund af lygi, sem hann hefur borið á borð sjónvarpsáhorfenda undanfarna mánuði.