Svart er hvítt

Punktar

Því róttækari óvinur náttúrunnar sem Landsvirkjun verður undir stjórn Friðriks Sófussonar, þeim mun meira fjalla talsmenn fyrirtækisins um djúpa virðingu þess fyrir náttúrunni. Þetta er íslenzka útgáfan af Newspeak, tungumálinu í 1984, bók George Orwell um hryllingsríki framtíðarinnar, þar sem stríð voru skipulögð í friðarráðuneytinu og lögregluofbeldi í ástarráðuneytinu. Svart er hvítt á máli Landsvirkjunar. Ímyndarfræðingar segja, að þessi aðferð auðveldi mönnum að valta yfir aðra, enda er hún mikið notuð í bandarískri pólitík.