Stimpla ekki Hamas

Punktar

Evrópusambandið hefur neitað að verða við kröfu Bandaríkjanna um að stimpla Hamas samtökin í Palestínu sem hryðjuverkasamtök og hætta samskiptum við þau. Í fyrra sleit sambandið samskiptum við ofbeldishneigðan Izz al-Deen al-Qassam hópinn í Hamas, en telur Hamas sjálft vinna að hagsmunum almennings með rekstri sjúkrahúsa og skóla. Talsmaður Evrópusambandsins, Reijo Kemppinen, segir Hamas samtökin ekki vera hryðjuverkasamtök. Frá þessu segir BBC.