Fimm kvíslir mannkyns

Punktar

Nýjar rannsóknir við Yale og Stanford háskóla á erfðamengi , sem birtar voru í Science í gær, benda til mismunar á fólki eftir heimsálfunum fimm, þótt 95% fjölbreytileikans séu sameiginlegar öllu mannkyni. Fyrir 50.000 árum var mannkynið aðeins eitt og átti uppruna sinn í Afríku. Síðan hafa orðið breytingar í erfðum eftir heimshlutum, svo sem sjá má af misjöfnu sjúkdómamynztri í höfuðálfunum fimm, Afríku, Ameríku, Asíu, Evrópu og Eyjaálfu. Frá þessu er sagði Nicholas Wade í New York Times í gær. Það er því ekki lengur hægt að líta á framsóknarmenn sem sérstakan kynstofn.