Mannasættir verði forseti

Punktar

Frambjóðandi til forseta má ekki vera umdeildur eins og Ólafur Ragnar. Um hana þarf að nást víðtæk sátt. Hún má til dæmis ekki hafa verið framámaður í deilum þjóðarinnar í umhverfismálum. Og hún má ekki ekki verða skotspónn í deilum milli hverfis 101 og landsbyggðarinnar. Auðvitað má hún ekki vera aðili að deilum um evru eða Evrópusamband. Yfirleitt ekki hafa neina þá sérstöðu eða sérvizku, sem gerir fylgisliði Ólafs kleift að beita þekktum flokkadráttum. Við þurfum ekki ófriðarseggi á Bessastöðum. Bezt væri móðir, sem mundi sóma sér vel sem húsfreyja ALLRAR þjóðarinnar á Bessastöðum.