Aldrei átti að ráða Gunnar Andersen sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Fram að þeim tíma var ferill hans skrautlegur. Fór á hausinn með verðbréfasölu sína í Wall Street. Gekk illa að reka Cosmos skipamiðlunina og var sagt þar upp. Eftir nokkurra ára hvarf dúkkaði hann upp sem yfirmaður alþjóðadeildar Landsbankans, þar sem hann var viðriðinn vafasamt brask. Þrátt fyrir þennan feril réði þáverandi ráðherra Gylfi Magnússon hann yfir Fjármálaeftirlitið. Æ síðan hafa verið uppi efasemdaraddir. Kannski er hann ekki óhæfur, aðeins vanhæfur, en það á að vera nóg. Handvömm Gylfa er nú lokið með harmkvælum.
