Vestrænir bankar virðast geta kúgað vestrænar ríkisstjórnir og vestrænar stofnanir til að hindra gjaldþrot bankanna. Stóra vandamál nútímans er, að bönkum er stjórnað af áhættufíklum, sem mega hlaupa í skjól ríkisins, þegar í harðbakkann slær. Tjónið greiðist síðan af skattgreiðendum. Þetta er ekki nothæft kerfi, þótt Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn snúist kringum það. Bankar eiga að fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki, annars virkar markaðurinn ekki. Og önnur fyrirtæki eiga að fara á hausinn, ekki vera á framfæri banka. Bankar eru hættulegustu mafíur nútímans og eiga að meðhöndlast sem slíkar.
