Málin flækjast, trúi Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, að Jón Bjarnason sé hinn fullkomni Vinstri græni. Eru þá aðgerðir hans gegn neytendum vinstri grænar? Hvað um tollahækkanir hans á innfluttu grænmeti, sem koma niður á neytendum. Þær slá út Kristján Möller og Kristin Einar. Hvað með stuðning hans við verksmiðjueigendur, sem troða erfðabreyttum mat, vondum mat og vatnsblönduðum í neytendur? Vinstri grænt að hunza ítrekaðar óskir Neytendasamtakanna? Er það vinstri grænt að rústa þjóðareign á kvóta. Er það vinstri grænt að taka sérhagsmuni ævinlega fram yfir almannahagsmuni?
