Lifðu og leiktu þér

Punktar

Í gjaldeyrisskorti eftirhrunsáranna jaðrar við landráð að fara til útlanda og eyða gjaldeyri. Betra er að fara í 101, þar sem “elítan” lifir og leikur sér. Þar er kaffiilmur hinnar stóru og víðu Evrópu. Byrjaðu dag á rúnnstykki í Bernhöftsbakarí. Röltu í caffè latte í Kaffifélaginu. Farðu í kisurölt með Birnu Þórðar. Síðan hádegissnarl í Sjávargrillinu. Heimsæktu Kirsuberjatréð og Koggu. Síðdegi í Kaffivagninum. Skröltu síðan austur strandlengjuna. Með viðkomu í Verbúðunum, Hörpu og lengi í Bókinni. Fáðu kvöldsúpu í Kryddlegnum hjörtum. Síðan bíður ógrynni bjórstofa. 101 er sjálf Evrópa og kostar kanil.