Síðustu vikur höfum við lesið margar fréttir af slæmu ástandi á ýmsum sviðum landbúnaðar. Framboð á íslenzkri búvöru er einsleitt og gerir lítt ráð fyrir kröfum nútímans um hollustu. Einkum er lítið framboð af vörum, sem fylgja reglum um lífrænan landbúnað. Ástandið er mun betra í Evrópusambandinu, þótt Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra ímyndi sér annað. Samtök landbúnaðarins hafa lengi hatað lífræna framleiðslu. Haldið fram, að íslenzkur landbúnaður sé vistvænn. Merkir ekkert annað en að hann sé ekki lífrænn. Leitun er að lífrænu grænmeti og kjöti, nema í sérverzlunum, sem kaupa beint frá bónda.
