Lenín og Hitler, Trotskí og Freud

Punktar

Mokka á Skólavörðustíg frá 1958 er elzta café Reykjavíkur, bólgið af sögu listamanna og rithöfunda. Slík café eru í flestum menningarborgum Evrópu. Í Róm: Caffè Greco frá árinu 1760 við via Condotti neðan við Spánartröppur. Í París: Les Deux Magots við St-Germain götu á vestri bakka Signu. Í Feneyjum: Caffè Florian við Markúsartorg. Í Madrid: Café Comercial við torgið Glorieta de Bilbao. Í Lissabon: a Brasileira við Largo do Chiado. Í Vínarborg er merkasta kaffihúsið, Café Central við aðalgötuna Herrengaße. Árið 1913 voru þar fastagestir Lenín og Hitler, Trotskí og Freud. En ekki við sama borð.