Rekið Ólaf Þór Hauksson

Punktar

Haldið er fram, að sérstakur saksóknari efnahagsbrota hafi ekki byrjað neina rannsókn að eigin frumkvæði. Hann ráfi um skrifstofurnar og láti taka myndir af sér við tómar skjalageymslur. Hafi skoðað fáar ábendingar um bankahrunið, en ekki hafið neina rannsókn. Hafi kallað innan við tíu heimildamenn til yfirheyrslu. Ef einhver þessara fullyrðinga er rétt, á strax að reka Ólaf Þór Hauksson. Hugsanlega vill hann vel, en starfsgetan er í lágmarki. Alls konar svindl hefur verið í fréttum síðustu vikur. Öllum má ljóst vera, að hefja þarf alvöru vinnu á skrifstofum embættisins. Ráðið Evu Joly strax.