Forseti tryllir Bandaríkin

Punktar

Mamúd Amadinejad, forseti Írans, fær tryllt viðbrögð í Bandaríkjunum, þegar hann ávarpar þing Sameinuðu þjóðanna. Jafnvel Barack Obama trylltist. Samt eru orð forsetans að mestu í samræmi við staðreyndir. Kreppan, sem nú er hafin, á upptök sín í Bandaríkjunum og óheftu frjálsræði fjármálastofnana þar í landi. Sameinuðu þjóðirnar ættu að fá kjarnorkuveldin til að leggja niður atómvopn heldur en að svívirða Íran. Ísrael á kjarnorkuvopn, en sætir ekki rannsóknum þess vegna. Ashton Carter telur helmings líkur á, að Ísrael geri loftárás á Íran fyrir valdalok Bush. Mamúd er ekki sá geðveikasti.