Með aðstoð ríkisstjórnar og Seðlabanka kunna íslenzku bankarnir að lifa af Chernobyl frjálshyggjunnar í fjármálaheiminum. Þeir velta vandamálum sínum yfir á viðskiptamenn bankanna með aðstoð landsfeðranna. Almenningur borgar sprungna ævintýrablöðru í öfgavöxtum, öfgafitti og öfgakostnaði. Landsfeður vilja leysa málið þannig. Lítið er hugsað um þá, sem bera byrðar af öfga-gáfum bankastjóranna, sem töldu sig vera ofurmenni. Byrðarnar ber unga fólkið í landinu. Það situr uppi með húsnæði og bíla, sem það á að minna en engu leyti. Vegna verðfalls og gengisfalls af völdum bankastjóranna.
