Mikil læti hafa verið í kauphöllum í dag. Evrópski seðlabankinn spýtti 30 milljörðum evra í banka til að verja þá falli. Sama gerði Englandsbanki. Ekki bara bankar riðuðu til falls. AEG-tryggingafélagið fékk leyfi New York ríkis til að flytja 20 milljarða dollara frá dótturfélögum til móðurfélags. Flugfélögin Zoom og Silverjet eru fallin. Alitalia er að deyja, reyndi í dag að semja við stéttarfélög um launalækkun. Willie Walsh, forstjóri BA, býst við, að þrjátíu flugfélög til viðbótar verði gjaldþrota fyrir áramót. Eftir fall XL-ferða fyrir helgina hrundi K&S ferðaskrifstofan í dag.
