Heimsins mesta þjóðnýting nútímans er í höfn. Bandaríkjastjórn hefur þjóðnýtt fasteignabanka landsins, Fannie Mae og Freddie Mac. Þannig fór um þá hugsjón, hornstein Chicago-skólans og Washington-samkomulagsins. Þegar á reynir, er lítið hald í einkavæðingu. Hún er oftast einkavinavæðing, eins og hér á landi, samanber bankana. Hún er framkvæmd, þegar vel árar. Þegar síðan árar illa, er þjóðnýtt aftur. Svo að skattgreiðendur borgi brúsann af vel borgaðri snilligáfu einkabransans. Víða er aldarfjórðungs reynsla af markaðsvæðingu ríkisvaldsins. Svo sem í Bretlandi, hún er ófögur sjón.
