Hið sanna ástand heimsins

Punktar

Undir forustu konunglega brezka vísindafélagsins hefur komið út enn ein skýrsla eftir vísindamenn um allan heim. Eins og hinar fyrri segir þessi, að ástand jarðar sé verra en áður var talið. Nýja skýrslan segir, að breytingar af mannavöldum séu svo langt gengnar, að engar ódýrar lausnir séu lengur til. Fræðimenn skýrslunnar segja, að sjúkleg afneitun hindri aðgerðir ríkisstjórna og fjölþjóðastofnana, svo sem G8. Allt er þetta okkur kunnugt. Samt munu afneitarar áfram vitna í Björn Lomborg. Og vitna í nýjar skýrslur frá hagsmunastofnunum, sem reknar eru á kostnað olíufélaga