Við höfum kóng og prinsessu á Bessastöðum, keisara undir Svörtuloftum, handboltabullu í menntaráðuneytinu og kontórista í Stjórnarráðinu. Fáum mánaðarlega nýjan borgarstjóra út úr keppni í hnífastungum. Erum farin að sjá nakta ritstjórann í blogginu. Höfum fjölmiðla, sem nenna ekki lengur að elta ólar við mútur og spillingu. Rembast í staðinn eins og rjúpan við staurinn í drottningarviðtölum. Við erum þjóð, sem gefum gróðapungum fossa og hveri landsins til að útvega skítavinnu í krummaskuðum. Guði sé lof, að Frakkar urðu olympíumeistarar, annars hefði orðið ólíft í krumpuðu landi.
