Staðreyndir og dylgjur

Punktar

Ef Ólafur F. Magnússon hefur gert eitthvað af sér á skemmtistað, á að birta, hvað hann gerði. Og hafa eftir vitnum. Það er frétt, því að hann var borgarstjóri. Án slíkra staðreynda fellur öll umræða um meint mál undir hugtakið dylgjur. Orðið þýðir: Umræða án staðreynda. Fráleitt er að hefja opinbera umræðu um, hvort hegðun sé viðeigandi og hafi haft áhrif á borgarpólitík. Ekki er hægt að tala um, hvort hegðun sé viðeigandi, nema vitað sé, hver hegðunin var. Fjölmiðlar geta heldur ekki falið sig bak við hver annan. Samanber “Samkvæmt frétt í National Enquirer var leikarinn …”