58% nægja ekki

Punktar

Ekki er nóg að hafa 58% meirihluta í könnunum. Stuðningsmenn sátta við umheiminn eru latari en froðufellandi þjóðrembingar og ábyrgðarleysingjar og siðleysingjar, sem mæta allir á kjörstað. Stuðningsmenn sátta verða að mæta á kjörstað og kjósa til að nýta meirihluta sinn. Annars taka rugludallarnir yfir þjóðfélagið. Ef fólk er ekki á vaktinni, leiðir aðgerðarleysið til vandræða. Þú verður að kjósa, ef þú ert fylgjandi siðlegum vinnubrögðum í samskiptum við aðrar þjóðir. Ef þú ert frjáls af nístandi þjóðrembu og frjáls af ábyrgðarleysi á vandræðum þjóðarinnar. Kjósum siðað samfélag.