Sé ekki, að listinn verði fólki hættulegur. Slæðingur er þar af kerfiskörlum og lagatæknum, en lítið um bein tengsli við hagsmuni eða fjórflokkinn. Við sjáum þau betur, þegar kosningar nálgast og auglýsingar byrja. Þær fóru af stað á fésbókinni, en lögðust skyndilega niður, þegar lýst var frati á þær. Við eigum að geta forðast kerfiskarla, hagsmunagæzlumenn, fjórflokksfólk og lagatækna. Líklega eru um 450 framboð í lagi, þorrinn af hópnum. Fólk, sem mun skila sínu verki. Stjórnarskránni er óhætt í höndum þess. Fólk, sem mun lesa það, sem þjóðfundurinn skilar, og koma því óbrengluðu á leiðarenda.