Launalækkun nemur 10% að meðaltali í þjóðfélaginu. Til viðbótar kemur 10% atvinnuleysi. Það jafngildir 10% launalækkun, ef kjararýrnuninni væri dreift á alla. 50% gengisfall krónunnar jafngildir 20% launalækkun, kemur fram í vöruverði og ferðalögum. Samanlagt má gera ráð fyrir, að kjararýrnun fólks muni nema 40% á þessu ári. Næstum öll stafar hún af óstjórn stjórnvalda og ráðleysi þeirra í björgunaraðgerðum. Til viðbótar koma svo álögur á börn okkar og barnabörn. Nú þegar eru komnar fram 150 milljarðar vegna IceSave og 300 milljarðar vegna gjaldþrots Seðlabankans. Samt gefst stjórnin ekki upp.