40 ára miðstéttarfólk

Punktar

Gunnar Smári hefur reiknað út stéttarstöðu helztu frambjóðenda Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Komst að raun um, að þar eru fáir eða engir úr undirstéttum samfélagsins. Nánast allir eru sérfræðingar eða embættismenn úr miðstéttum, vel stætt fólk. Lítið er um gamlingja á listunum og lítið um ungt fólk. Yfirleitt eru frambjóðendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna miðstéttarfólk um fertugt. Þessir tveir flokkar hafa alveg flutt sig burt frá sínum fyrstu umbjóðendum og gæta helzt lúxusvanda fertugs miðstéttafólks. Engin furða er, þótt skríllinn laðist að rakettum með töfrabrögð, Ingu Sæland og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Gunnar Smári