Taka sundur bílvélar

Punktar

Þýzka skólakerfið er töluvert frábrugðið því íslenzka. Ekki er lögð eins mikil áhersla á stúdentspróf, en meiri á iðnnám. Úr því fer fólk í tækninám og síðan í verkfræðiháskóla. Þess vegna blómstrar fíniðnaður í Þýzkalandi. Til dæmis optík, sem lýsir sér í furðutækjum sem þrædd eru gegnum þröngar æðar inn í hjartað. Læknar sjá aðgerðir sínar í örsmáum myndavélum á þráðunum. Þótt fjöldaframleiðsla hafni yfirleitt í láglauna austurlöndum fjær, hafnar hinn nákvæmi fíniðnaður í hæstlaunuðu Þýzkalandi. Friðlausir strákar, kargir í bóknámi, eru fremur látnir taka sundur bílvélar, þar sem handæði þeirra þroskast yfir í ýtrustu handlagni.