3% Framsókn

Punktar

Þegar fylgi Framsóknar í Reykjavík er komið niður í 3%, er ekkert orðið eftir nema sá hópur óvinnufærra utanbæjarmanna, sem hefur fengið vinnu hjá ríkinu út á flokkinn. Aðrir eru flúnir. Enda er óeðlilegt, að pupullinn á mölinni kjósi flokkinn, sem áratugum saman hefur setið í landstjórn og lagt þar Reykjavík í einelti. Raunar flokkast undir sjálfseyðingarhvöt hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu að kjósa Framsókn, því að leynt og ljóst hefur flokkurinn reynt að mismuna því. 3% fylgi er aðeins eðlileg niðurstaða af því verki. Og megi sú útkoma haldast óbreytt sem lengst.