100% eignaraðild

Punktar

Nýja frumvarpið setur mörk við fjórðungs eignaraðild eins aðila að fjölmiðlum, sem hafa þriðjungs fylgi meðal notenda. Samkvæmt því er brýnast að byrja á Ríkisútvarpinu, sem hefur einn 100% eignaraðila og næga markaðshlutdeild. Samkvæmt anda frumvarpsins er eðlilegt, að eignaraðild útvarpsins verði skipt upp. Þannig gætu Þjóðkirkjan, Neytendasamtökin, Samband íslenzkra sveitarfélaga, Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins, Kennarasambandið og Bandalag íslenzkra listamanna og fleiri fengið gefins 10% hlut hvert og myndað útvarpsráð. Brýnna að laga ríkismiðilinn en einkamiðlana.