Ólafur Sigurðsson lýsir stundum hörmungum evrópsks efnahags í sjónvarpinu. Öll felst hörmungin í, að hagvöxtur er rúm 1% í Evrópu, en rúm 2% í Bandaríkjunum. Það er semsagt vöxtur í Evrópu, mældur í landsframleiðslu á mann. Svo ber á það að líta, að mikið af hagvexti Bandaríkjanna felst í óarðbærum morðtólum og óheftri starfsemi sem felur í sér umhverfisslys, meðan Evrópa leggur áherzlu á atriði utan hagvaxtar, svo sem gott umhverfi og mikið öryggi almennings. Á Davos-ráðstefnu valdamanna heimsins kemur greinilega fram, að Evrópa gefur tóninn, sem fjármálamenn heimsins eru farnir að dansa eftir.